Lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poor's greindi frá því í dag að horfur japönsku bílaframleiðandanna Toyota, Nissan og Honda hefðu verið færður úr stöðugum í neikvæðar. Afleiðingum jarðskjálftans þann 11. mars er um að kenna.
S&P breytti á sama tíma horfum þriggja varahlutaframleiðenda í neikvæðar af sömu ástæðum.
Í yfirlýsingu frá lánshæfismatsfyrirtækinu segir að viðbúið sé að dagleg framleiðsla, og þar af leiðandi fjárhagsleg afkoma, raskist á árinu vegna vöruskorts í kjölfar jarðskjálftans 11. mars.
Framleiðsla Toyota í Japan dróst saman um 62,7% í mars, miðað við sama mánuð á síðasta ári. Á heimsvísu dróst framleiðslan saman um 29,9%.