10-11 til sölu

Ákveðið hefur verið að bjóða til sölu verslanakeðjuna 10-11, sem er í eigu Eignabjargs, dótturfélags Arion banka.

Fram kemur í tilkynningu frá bankanum, að boðið sé til sölu allt hlutafé í Rekstrarfélagi Tíu-ellefu ehf. og sé gert ráð fyrir að það verði selt í einu lagi. Söluferlið er opið öllum fjárfestum sem uppfylla skilyrði um viðeigandi þekkingu og fjárhagslegan styrk.

Frestur til að skila óskuldbindandi tilboðum í félagið er til 18. maí. Í kjölfarið munu valdir fjárfestar fá aðgang að frekari upplýsingum um félagið áður en óskað verður eftir bindandi tilboðum og gengið til endanlegra samninga um kaup og sölu. 
 
Rekstrarfélag Tíu-ellefu ehf. rekur 23 verslanir undir merkjum 10-11 á höfuðborgarsvæðinu, í Reykjanesbæ og á Akureyri. Hjá félaginu starfa um 200 manns. 

Verslanakeðjan var í eigu Haga hf. þar til á síðasta ári, en þá tók Rekstrarfélagið við rekstri keðjunnar ásamt eignum og skuldum.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK