208 fyrirtæki gjaldþrota í mars

Flest gjaldþrot verða í byggingarstarfsemi.
Flest gjaldþrot verða í byggingarstarfsemi.

Í mars 2011 voru skráð 178 ný einka­hluta­fé­lög  sam­an­borið við 164 einka­hluta­fé­lög í mars 2010, sem jafn­gild­ir um 8,5% fjölg­un á milli ára. Á sama tíma voru 208 fyr­ir­tæki tek­in til gjaldþrota­skipta sam­an­borið við 107 fyr­ir­tæki í mars 2010, sem jafn­gild­ir um 94% fjölg­un á milli ára.

Þetta kem­ur fram í nýj­um töl­um frá Hag­stof­unni en þetta er mesti fjöldi gjaldþrota á ein­um mánuði frá því banka­kerfið hrundi haustið 2008.

Flest gjaldþrot í mars voru í bygg­ing­ar­starf­semi og mann­virkja­gerð. Fyrstu 3 mánuði árs­ins 2011 hafa 433 fyr­ir­tæki orðið gjaldþrota. Er það rúm­lega 47% aukn­ing frá sama tíma­bili árið 2010 þegar 294 fyr­ir­tæki voru tek­in til gjaldþrota­skipta.

Flest einka­hluta­fé­lög eru skráð í flokka heild- og smá­sölu­versl­un­ar og viðgerða á vél­knún­um öku­tækj­um.

Alls hafa 443 einka­hluta­fé­lög verið skráð ný á fyrstu 3 mánuðum árs­ins og hef­ur ný­skrán­ing­um fækkað um rúm­lega 5,5% frá sama tíma­bili árið 2010 þegar 469 ný einka­hluta­fé­lög voru skráð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK