Áhyggjur af launamálum

Gunnar Helgi Hálfdánarson, formaður bankaráðs Landsbankans, sagði á aðalfundi bankans í dag að það sé ekki trúverðugt og langt frá yfirlýstri eigendastefnu ríkisins, að bankastjóri Landsbankans hafi nú rétt ríflega þriðjungslaun bankastjóra hinna stóru bankanna tveggja.

Kjararáð ákveður laun bankastjóra Landsbankans. Gunnar Helgi sagði, að bankaráð bankans hefði miklar áhyggjur af beinum og óbeinum áhrifum þess fyrirkomulags á rekstraráhættu og möguleika bankans til að laða til sín og halda fremstu sérfræðingum í vinnu.

„Að óbreyttu mun Landsbankinn ekki standa jafnfætis sínum samkeppnisaðilum á þessu sviði sem vandséð er að þjóni almannahagsmunum. Það verður að gera þá kröfu til yfirvalda að þau tryggi að allir aðilar á samkeppnismarkaði, óháð eignarhaldi, búi við sambærileg starfsskilyrði," sagði Gunnar Helgi. 

Í ársskýrslu bankans segir m.a. að  mikilvægt  sé að hlúa vel að starfsfólki bankans og tryggja að bankinn geti laðað til sín og haldið metnaðarfullu
og öflugu starfsfólki, m.a. með því að greiða samkeppnishæf laun. 

Nafnið NBI lagt niður

Samþykkt var á aðalfundinum í dag, að  breyta lögheiti bankans í Landsbankinn hf. Segir á vef bankans, að þetta sé í fullu samræmi við yfirlýsta stefnu bankans um að mikilvægara sé að breyta hugarfari en að skipta um nafn. Nafnið Landsbankinn hafi verið og verði vörumerki bankans.

Nafnið NBI hf. sem verið hefur lögheitið verður með þessu lagt niður.

Bankaráð Landsbankans var allt endurkjörið, Gunnar Helgi Hálfdanarson verður áfram formaður og Sigríður Hrólfsdóttir varaformaður. Aðrir bankaráðsmenn eru þau Þórdís Ingadóttir, Guðríður Ólafsdóttir og Ólafur H. Ólafsson. Fyrsti varamaður er Andri Geir Arinbjarnarson sem jafnframt situr alla fundi bankaráðsins.

Vefur Landsbankans

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK