Hagnaður af rekstri RÚV

Útvarpshúsið.
Útvarpshúsið. mbl.is/Árni Sæberg

Hagnaður af rekstri RÚV ohf. á reikningstímabilinu frá 1. september 2010 til 28. febrúar 2011 var 257 milljónir króna.

Samkvæmt efnahagsreikningi var verðmæti eigna í lok tímabilsins 5920 milljónir, skuldir námu 4942 milljónum og eigið fé 978 milljónum. Eiginfjárhlutfall félagsins var 16,5%.
 
Fram kemur í tilkynningu,  að afkoman sé um 52 milljónum betri en áætlun rekstrarársins. Hún gerði ráð fyrir um 205 milljóna króna hagnaði fyrri hluta rekstrarársins en um 200 milljóna tapi seinni helming þess, þannig að rekstur ársins í heild yrði í jafnvægi.

Í árshlutareikningnum kemur fram, að heildarlaun og þóknaðir til 10 helstu stjórnenda félagsins hafi numið 46,5 milljónum króna á tímabilinu, þar af 6,6 milljónum til útvarpsstjóra. Á sama tíma árið áður voru heildarlaun til 10 stjórnenda 49,7 milljónir og laun útvarpsstjóra 8,7 milljónir.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK