Verðbólgan nú 2,8%

mbl.is/Heiðar

Vísi­tala neyslu­verðs miðuð við verðlag í apríl  hækkaði um 0,78% frá fyrra mánuði. Vísi­tala neyslu­verðs án hús­næðis  hækkaði um 0,65% frá mars. Síðastliðna tólf mánuði hef­ur vísi­tala neyslu­verðs hækkað um 2,8% og vísi­tal­an án hús­næðis um 2,7%.  

Hag­stof­an seg­ir, að verð á bens­íni og ol­í­um hafi hækkað um 3,2% (vísi­tölu­áhrif 0,19%) og flug­far­gjöld til út­landa hækkuðu um 16% (0,16%). Kostnaður vegna eig­in hús­næðis jókst um 1,4% (0,17%), aðallega vegna hærra markaðsverðs.

Und­an­farna þrjá mánuði hef­ur vísi­tala neyslu­verðs hækkað um 2,9% sem jafn­gild­ir 12,3% verðbólgu á ári 

Vísi­tal­an er nú birt á nýj­um grunni, mars 2011 sem bygg­ist á niður­stöðum úr út­gjald­a­rann­sókn Hag­stof­unn­ar árin 2007-2009. Auk henn­ar hef­ur Hag­stof­an notað ýms­ar nýrri heim­ild­ir við vinnslu grunns­ins. Má þar nefna töl­ur um ný­skrán­ing­ar bif­reiða og gögn um veltu á smá­sölu­markaði. I

nn­byrðis vægi dag­vöru­versl­ana hef­ur verið end­ur­skoðað. Þá hef­ur til­lit verið tekið til breytts inn­kaupa­mynst­urs árið 2010 og eru áhrif þeirr­ar breyt­ing­ar 0,04% til lækk­un­ar á vísi­töl­unni. 

Vef­ur Hag­stof­unn­ar

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK