Gerðu framvirka samninga með FL-bréf við hrun

Staða félagsins, sem hafði á þeim tíma skipt um nafn …
Staða félagsins, sem hafði á þeim tíma skipt um nafn og hét Stoðir, varð afar erfið þegar hlutabréfaverð aðaleignarinnar, Glitnis, hrundi. mbl.is/Sverrir

Styrkur Invest, eitt margra félaga sem tengdust Baugi Group, gerði tvo framvirka samninga um kaup á hlutum í fjárfestingafélaginu FL Group, langt yfir markaðsverði bréfanna á þeim tíma.

Í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að samningarnir voru gerðir miðvikudaginn 1. október 2008, en aðeins tveimur dögum áður hafði íslenska ríkið lýst því yfir að 75% hlutafjár í Glitni yrðu tekin yfir gegn 600 milljóna evra eiginfjárinnspýtingu í bankann. Strax í kjölfarið hrundi hlutabréfaverð Glitnis, en FL Group var stærsti hluthafi bankans.

Því var ljóst að eiginfjárstaða FL Group var á þessum tíma án vafa neikvæð. Samningarnir eru tveir og hljóða upp á alls 14 milljarða króna, að því er kemur fram í kröfulýsingu Glitnis í þrotabú Styrks Invest, sem Morgunblaðið hefur undir höndum.

Samningarnir voru tveir. Báðir voru gerðir 1. október og afhendingardagur beggja samninga var tíu dögum síðar. Í öðrum samningnum, upp á 4,2 milljarða króna, skuldbatt Styrkur sig til að kaupa um 82 milljónir hluta í FL á verðinu 50,5. Í hinum samningnum skuldbatt félagið sig til að kaupa ríflega 793 milljónir hluta á genginu 12. Báðum samningum var lokað eftir að skilanefnd hafði tekið yfir stjórn Glitnis.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK