51% samdráttur í bílasölu

Bílasala hefur dregist saman í Japan.
Bílasala hefur dregist saman í Japan. Toru Hanai

Sala á bílum í Japan dróst saman um 51% í apríl. Þetta er mesti samdráttur í bílasölu í landinu síðan mælingar hófust árið 1968.

Japanskt efnahagslíf varð fyrir miklu áfalli í jarðskjálftanum í mars og stöðvaðist framleiðsla margra fyrirtækja tímabundið.

Samtals seldust rúmlega 100 þúsund bílar í Japan í apríl sem er 51% minna en í apríl í fyrra. Sölusamdrátturinn í mars var 37%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK