HB Grandi greiðir út 340 milljóna arð

Fiskvinnsla HB Granda. Mynd úr safni.
Fiskvinnsla HB Granda. Mynd úr safni. mbl.is/Ernir

Samþykkt var á aðalfundi HB Granda, sem var haldinn sl. föstudag, að greiddur verði út 20% aðrður (0,2 kr. á hlut) vegna síðasta árs. Heildarfjárhæðin nemur 339.606.745 kr. og skal arðurinn greiddur út 13 maí nk.

Þá var samþykkt að þóknun til stjórnarmanna fyrir liðið ár sé 800.000. Fær formaður þrefaldan hlut, eða 2,4 milljónir kr.

Þá var samþykkt að veita stjórn félagsins heimild til að kaupa eigin hluti í félaginu.

„Heimild þessi stendur í 18 mánuði og takmarkast við að samanlögð kaup fari ekki yfir 10% af heildarhlutafé félagsins á hverjum tíma. Kaupgengi hluta skal miða við síðasta skráða dagslokagengi á markaði áður en samningur er gerður,“ segir á vef fyrirtækisins.

Sjálfkjörið var í stjórn félagsins.

Aðalmenn eru þau Árni Vilhjálmsson, Kristján Loftsson, Halldór Teitsson, Hjörleifur Jakobsson og Iða Brá Benediktsdóttir. Hanna Ásgeirsdóttir er varamaður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK