Ný stefna um samfélagslega ábyrgð

Höfuðstöðvar Landsbankans í miðborg Reykjavíkur.
Höfuðstöðvar Landsbankans í miðborg Reykjavíkur. Árni Sæberg

Landsbankinn hefur sett sér nýja stefnu um samfélagslega ábyrgð og er gert ráð fyrir því að hún verði komin til fullra framkvæmda ekki síðar en árið 2015. Með því uppfyllir bankinn ellefta loforðið á aðgerðalista sem hann kynnti í febrúar síðastliðnum samkvæmt því sem fram kemur í fréttatilkynningu.

„Í stefnunni segir að Landsbankinn sé fjármálafyrirtæki sem ætli að sýna samfélagslega ábyrgð í rekstri með því að samþætta efnahags-, samfélags- og umhverfismál við starfshætti bankans. Til að ná þessum markmiðum mun Landsbankinn marka sér stefnu í fjölmörgum málaflokkum,“ segir í tilkynningunni.

Fyrsti verkefnin sem farið er í samkvæmt stefnunni eru að hvetja starfsfólk Landsbankans til þess að nota vistvænar samgöngur, kolefnisjafna akstur og millilandaflug á vegum fyrirtækisins, að mötuneytið í höfuðstöðvum þess verði merkt norræna umhverfismerkinu Svaninum og að dregið verði úr pappírsnotkun í starfsemi þess.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK