Danska vindorkufyrirtækið Vestas skilaði gríðarlegu tapi á fyrsta fjórðungi ársins, þrátt fyrir aukna sölu á tímabilinu. Alls nam tapið 85 milljónu evra, meira en tvöfalt það sem var á fyrsta ársfjórðungi 2010.
Tapið á fyrsta fjórðungi í fyrra nam 39 milljónu evra, en greiningaraðilar höfðu spáð því að tapið nú yrði 37 milljónir. Útkoman varð eins og áður segir mun verri en það.
Forsvarsmenn Vestas eru bjartsýnir þrátt fyrir afkomuna, og segjast reikna með því að meginþorri tekna félagsins muni koma til á síðari helmingi ársins. Salan á fyrsta fjórðungi nam 1 milljarði evra, sem var umfram spár, en fyrirtækið reiknar með því að selja búnað fyrir 7 milljarða evra alls á árinu.