Landsbankinn hefur tekið yfir rekstur Sólningar Kópavogi ehf, sem rekur þrjú dekkjaverkstæði undir nafni Sólningar auk dekkjaverkstæðsins Barðans. Ætlunin er að endurskipuleggja fjárhag og skuldir félagsins og búa félagið undir sölu.
Landsbankinn hefur tekið yfir allt hlutafé félagsins og mun setja því nýja stjórn. Tilkynnt verður innan sex mánaða frá yfirtökudegi, hvernig sölunni verður háttað. Yfirtakan er gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins.
Dekkjaverkstæði Sólningar eru í Kópavogi, Keflavík og á Selfossi, en Barðinn er í Skútuvogi í Reykjavík.