Töluverð hætta á verðbólgu

Skrifað undir kjarasamningana í gær.
Skrifað undir kjarasamningana í gær. mbl.is/Eggert

Greiningardeild Arion banka segir, að kjarasamningarnir, sem gerðir voru í gær, skapi verulega hættu á að efnahagsslakanum fylgi enn frekari verðbólga sem muni éta upp þá kaupmáttaraukningu sem samningum er ætlað að stuðla að.

Fram kemur í Markaðspunktum bankans, að launahækkanir í nýjum kjarasamningum séu heldur meiri en ætla mætti ef horft sé á stöðu þjóðarbúsins. 

Þrátt fyrir að útflutningsgeirinn ráði e.t.v. við launahækkanirnar blasi við að langstærsti hluti annarra fyrirtækja sé í erfiðari stöðu og muni velta slíkum kostnaðarhækkunum jafnóðum út í innlent verðlag.

„Dugi það ekki til blasa við uppsagnir í mörgum geirum. Atvinnuleysi er enn á mjög viðkvæmu stigi og hátt í sögulegu samhengi. Umsamdar kjarabætur eru síður en svo til þess fallnar að hraða fyrir bata á vinnumarkaði," segir bankinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK