Eignaleigur sameinaðar Landsbanka

Skrifstofur Avant við Suðurlandsbraut.
Skrifstofur Avant við Suðurlandsbraut. mbl.is/Jón Pétur

Tvö dótt­ur­fé­lög Lands­bank­ans á sviði eigna­leigu, SP-Fjár­mögn­un og Avant, verða sam­einuð bank­an­um á næst­unni. Fé­lög­in hafa verið al­farið í eigu Lands­bank­ans um nokk­urt skeið. 

Fé­lög­in verða starf­rækt í sjálf­stæðri rekstr­arein­ingu sem mun heyra beint und­ir banka­stjóra Lands­bank­ans. Seg­ir bank­inn, að staða viðskipta­vina Avant og SP-Fjár­mögn­un­ar muni ekk­ert breyt­ast vegna samrun­ans.
 
Tæp­lega sjö­tíu starfs­menn munu starfa í hinni nýju rekstr­arein­ingu. Ekki hef­ur verið tek­in ákvörðun und­ir hvaða vörumerki hún mun starfa. Fyr­ir­hugað er að samrun­an­um ljúki á haust­mánuðum.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka