Laun forstjóra bandarískra stórfyrirtækja hækkaði um 11% á síðasta ári samanborið við árið á undan og námu 9,3 milljónum dala, rúmum 1 milljarði króna, að sögn blaðsins Wall Street Journal.
Blaðið vitnaði í skýrslu, sem ráðgjafarfyrirtækið Hay Group gerði og segir að ástæðan fyrir launahækkuninni séu einkum þær, að stjórnir fyrirtækjanna hafi ákveðið að umbuna forstjórunum vegna mikils hagnaðar og hækkunar hlutabréfaverð með hærri bónusum og kaupréttarsamningum.
Rannsóknin náði til 350 stærstu fyrirtækjanna í Bandaríkjunum, sem lögðu fram fjárhagsupplýsingar á tímabilinu frá 1. maí 2010 og 30. apríl 2011.
Philippe Dauman, forstjóri fjölmiðlafyrirtækisins Viacom, er launahæsti forstjórinn samkvæmt rannsókninni en hann fékk 84,3 milljónir dala í laun og bónusa, rúmlega 9,5 milljarða króna. Laun hans tvöfölduðust milli ára.
Larry Ellison, stofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins Oracle, er í 2. sætið með 68,6 milljónir dala en Ellison er meðal ríkustu manna heims.
Leslie Moonves, forstjóri sjónvarpsstöðvarinnar CBS er í 3. sæti með 53,9 milljónir dala.