Segir krónuna of sterka

Hagfræðingur frá Arion banka segir krónuna of sterka.
Hagfræðingur frá Arion banka segir krónuna of sterka. Ómar Óskarsson

Gjald­eyr­isþörf ís­lenska hag­kerf­is­ins mun aukast veru­lega á næstu árum. End­ur­greiðslur af er­lend­um lán­um eru þung­ar á næstu árum og end­ur­fjármögn­un er vart í augn­sýn. Gjald­eyr­isþörf­inni verður að óbreyttu ekki mætt með öðru en veik­ingu krón­unn­ar eða notk­un á gjald­eyr­is­forða Seðlabank­ans.

Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Þor­björns Atla Sveins­son­ar, hag­fræðings hjá grein­ing­ar­deild Ari­on banka, á morg­un­fundi bank­ans í dag. Þor­björn benti á að gjald­eyr­is­forði Seðlabank­ans væri að lang­mestu leyti skuld­sett­ur og til skamms tíma. Svig­rúm Seðlabank­ans til gjald­eyri­s­kaupa verður því afar lítið, nema tals­verð veik­ing verði á gengi krón­unn­ar. Því blas­ir við, að mati Þor­björns, að krón­an muni veikj­ast, nema aðgang­ur að er­lend­um láns­fjár­mörkuðum batni veru­lega á næstu tveim­ur árum.

Þor­björn benti á að sam­an­lögð krón­ustaða er­lendra aðila nemi um 900 millj­örðum króna. Þar af eru svo­kallaðar af­l­andskrón­ur 400 millj­arðar, og inn­lend­ar eign­ir skila­nefnda bank­anna sem kröfu­haf­ar þeirra fá í sinn hlut um 500 millj­arðar. Að teknu til­liti til und­ir­liggj­andi gjald­eyr­is­flæðis krón­unn­ar, skorti á „raun­veru­leg­um“ gjald­eyr­is­forða og tak­markaðs vilja Íslend­inga til að selja er­lend­ar eign­ir fyr­ir ís­lensk­ar krón­ur, mun verða afar erfitt að af­nema gjald­eyr­is­höft á því tíma­bili sem Seðlabank­inn hef­ur gefið sér. En fyr­ir skömmu kynnti Seðlabank­inn áætl­un um af­nám hafta, sem gild­ir á ár­un­um 2011-2015. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka