Fréttaskýring: Starfsmenn bera ábyrgð

Heildarfjárhæð lánanna var 32 milljarðar króna en tæplega 15 milljarðar …
Heildarfjárhæð lánanna var 32 milljarðar króna en tæplega 15 milljarðar voru veittir með persónulegri ábyrgð. Langmest til æðstu stjórnenda. mbl.is/Golli

Fyrr­ver­andi yf­ir­maður fyr­ir­tækjaráðgjaf­ar Kaupþings, Helgi Þór Bergs, þarf að reiða af hendi 642 millj­ón­ir króna til slita­stjórn­ar bank­ans, ef dóm­ur Héraðsdóms Reykja­vík­ur frá því í gær verður staðfest­ur af Hæsta­rétti.

Upp­hæðin er til kom­in vegna ábyrgðar Helga á lán­um sem hann tók fyr­ir hrun, til hluta­bréfa­kaupa í Kaupþingi. Ann­ar dóm­ur féll einnig í gær þar sem fyrr­ver­andi yf­ir­maður viðskiptaþró­un­ar, Þórður Páls­son, var dæmd­ur til að greiða tæp­ar 27 millj­ón­ir. Töldu þeir Helgi og Þórður sig ekki bera ábyrgð á lán­un­um m.a. þar sem Hreiðar Már Sig­urðsson, þáver­andi banka­stjóri, gaf út yf­ir­lýs­ingu í sept­em­ber 2008, um niður­fell­ingu ábyrgðar­inn­ar. Ákveðið hafði verið á ár­inu 2005 að sjálfs­skuld­arábyrgð starfs­manna skyldi aðeins vera 10%.

Héraðsdóm­ur komst hins veg­ar að þeirri niður­stöðu að starfs­mönn­um hefði ekki verið lofað skaðleysi af hluta­bréfa­kaup­un­um og ekki yrði litið á yf­ir­lýs­ingu Hreiðars sem neitt annað en gjöf. Því ákvað dóm­ur­inn að rift­un slita­stjórn­ar Kaupþings á yf­ir­lýs­ingu Hreiðars Más frá því í fyrra skyldi standa óhögguð.

Ekki var fall­ist á að vegna kvaða í lána­samn­ing­un­um hefðu starfs­menn ekki getað selt bréf­in og var ekki talið sannað að þeim hefði verið meinað að gera það. Í skýrslu Rann­sókn­ar­nefnd­ar Alþing­is kem­ur þetta viðhorf fram, en árið 2008 seldu starfs­menn aðeins 0,6% af heild­ar­hluta­fé sínu í bank­an­um. Þeir voru í „gísl­ingu í meira en ár og jafn­vel lengri tíma hjá banka með þessa stöðu. Nema það bara að segja upp eða hætta og þá vissi kannski fólk ekki í raun og veru hver staða þess var,“ sagði einn starfsmaður við RNA. Hefðu lyk­il­stjórn­end­ur selt bréf­in sín hefði bank­inn fallið.

For­dæm­is­gef­andi mál

Mál­in tutt­ugu varða 65 fyrr­um starfs­menn Kaupþings en þar af hafa 35 þegar samið um sín lán og samþykkt að greiða 65% af kröf­un­um. Alls er óvíst hversu mikið inn­heimt­ist þar sem flest­ir þeirra sem neita að semja eru þeir sem voru með lang­hæstu upp­hæðirn­ar, fyrr­ver­andi æðstu yf­ir­menn Kaupþings.

Per­sónu­lega fékk stjórn­ar­formaður­inn Sig­urður Ein­ars­son skv. skýrslu RNA 6,3 millj­arða til hluta­bréfa­kaupa í Kaupþingi, en fé­lög í eigu Sig­urðar fengu þó lán þessu til viðbót­ar frá dótt­ur­fé­lög­um Kaupþings er­lend­is. Hreiðar Már flutti sín lán í einka­hluta­fé­lag á ár­inu 2007.

25 starfa hjá Ari­on nú

Friðbert Trausta­son, formaður Sam­taka starfs­manna fjár­mála­fyr­ir­tækja, seg­ir eng­an hafa leitað til sam­tak­anna vegna þessa og tek­ur fram að fé­lagið hafi ekki komið að samn­ing­um um hluta­bréfaviðskipti starfs­manna. Nokkr­ir hafa stofnað sín eig­in fyr­ir­tæki.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK