Samdrátturinn einna mestur á Íslandi

Hagvaxtarhorfurnar fyrir þetta ár eru lakari hér á landi.
Hagvaxtarhorfurnar fyrir þetta ár eru lakari hér á landi. mbl.is/Golli

Samburður á frammistöðu íslenska hagkerfisins við hagkerfi annarra ríkja, sem leituðu eftir neyðaraðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) stuttu eftir að fjármálakreppan brast á með fullum þunga haustið 2008, er Íslendingum ekki hagstæður.

Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag segir, að samkvæmt nýrri skýrslu AGS hafi samdrátturinn orðið einna mestur hér á landi í samanburði við aðra auk þess sem hagvaxtarhorfurnar fyrir þetta ár eru lakari hér á landi en í þeim ríkjum sem hafa átt í efnahagssamstarfi við AGS undanfarin ár.

Samkvæmt skýrslunni var samdrátturinn í hagkerfinu hér á landi árið 2009 mikill í samanburði við önnur ríki sem áttu í efnahagssamstarfi við sjóðinn á þeim tíma. Samdrátturinn var 6% af landsframleiðslu árið 2009 og var meiri í aðeins fjórum ríkjum það árið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK