Fagfjárfestasjóðurinn Auður I, sem er í vörslu Auðar Capital, og fjárfestirinn Kjartan Örn Ólafsson hafa gert tilboð í 10% eignarhlut í Eignarhaldsfélaginu Fjarskipti hf. sem á og rekur Vodafone á Íslandi.
Stjórn Eignarhaldsfélagsins Fjarskipta hf. hefur samþykkt kauptilboðið.
Kaupendurnir greiða fyrir eignarhlutinn með eign sinni í fjarskiptafélaginu Tali, sem er að fullu í þeirra eigu. Stefnt er að því að sameina félögin í kjölfarið. Tilboðið er með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakannana.