Einkavæðing forgangsverkefni

George Papandreou, forsætisráðherra Grikklands.
George Papandreou, forsætisráðherra Grikklands. YIORGOS KARAHALIS

Gríski forsætisráðherrann, Georges Papandreou segir að einkavæðing nú nú á forgangslista ríkisstjórnar landsins til þess að reyna að sannfæra fjárfesta um að Grikkland geti virt skilmála neyðarlána Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

„Til að byrja með var einkavæðing ekki forgangsatriði. Nú er hún hins vegar efst á lista hjá okkur. Með fjölda þróunarverkefna munum við geta sýnt fram á að við séum fær um að virða skuldbindingar okkar varðandi skuldir. Það er breið samstaða um það bæði hjá almenningi og stjórnarandstöðunni. Þess vegna munum við samþykkja einkavæðingaráform innan skamms,“ sagði Papandreou í viðtali við ítalska blaðið Corriere della Sera.

Í fyrra fengu stjórnvöld í Grikklandi neyðarlán upp á 110 milljarða evra frá ESB og AGS en alvarleg kreppa, spilling og veikt skattakerfi hafa torveldað endurskipulagningu fjármála landsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK