Exeter Holdings í gjaldþrot

Exeter Holdings hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta.
Exeter Holdings hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Ómar Óskarsson

Exeter Holdings ehf. hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta, að því er kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag.

Félagið er miðpunktur dómsmáls sem nú stendur yfir, en sérstakur saksóknari ákærði þrjá einstaklinga vegna lána sem Byr veitti félaginu í október og desember 2008, eftir að stóru bankarnir þrír höfðu farið í þrot.

Keypti Exeter Holdings 1,8% stofnfjárhlut á yfirverði fyrir lánin. Meðal þeirra sem seldu voru MP banki og tveir stjórnarmenn í Byr. MP banki hafði eignast bréfin í Byr eftir veðkall í bréf sparisjóðsstjóra Byrs og tveggja annarra stjórnarmanna. Talið er að um umboðssvik hafi verið að ræða.

Hinir ákærðu í málshöfðun sérstaks saksóknara eru Ragnar Zophoníasson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri, Jón Þorsteinn Jónsson fyrrverandi stjórnarformaður og Styrmir Bragason fyrrverandi forstjóri MP banka. Byr hefur jafnframt höfðað skaðabótamál á hendur sömu einstaklingum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK