Gjaldeyrisuppboð hefjast brátt

„Við erum ekki að tala um stórar upphæðir, við viljum …
„Við erum ekki að tala um stórar upphæðir, við viljum prufukeyra kerfið í fyrstu. En með tímanum munu upphæðir og tíðni uppboða aukast,” sagði Már. mbl.is/Ernir

Seðlabanki Íslands mun hugsanlega ráðast í uppboð á erlendum gjaldeyri fyrir eigendur aflandskróna þann 20.maí næstkomandi. Þetta sagði Már Guðmundsson við blaðamenn í Brussel í dag.

„Ég er vongóður um að við getum auglýst fyrsta uppboðið innan tveggja vikna,” sagði Már í Brussel í dag, en greint er frá þessu á Bloomberg. Bætti hann við að uppboðið kynni jafnvel að verða auglýst á föstudaginn næstkomandi.

Seðlabanki Íslands kynnti fyrir skömmu áætlun um afnám gjaldeyrishafta, sem á að eiga sér stað á árunum 2011-2015. Sagði Már í Brussel í dag að aflétting haftanna myndi vonandi örva fjárfestingu á Íslandi. Seðlabankastjórinn sagði að fjárfestar, það er eigendur aflandskróna, fengju tvær vikur til að senda inn tilboð í gjaldeyri, í það minnsta í fyrsta uppboðinu. „Við erum ekki að tala um stórar upphæðir, við viljum prufukeyra kerfið í fyrstu. En með tímanum munu upphæðir og tíðni uppboða aukast,” sagði Már, og bætti því við að skuldabréfaútgáfa ríkisins á alþjóðlegum mörkuðum væri jafnframt á döfinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK