Fulltrúar frá kanadíska olíufélaginu Irving Oil eru hér á landi og hafa kynnt sér rekstur íslensku olíufélaganna. Fréttablaðið segir, að ekki sé talið útilokað að félagið kaupi rekstur annaðhvort N1 eða Skeljungs.
Irving Oil fékk úthlutað lóðum fyrir birgðastöð og eldsneytisstöð. Íslensku olíufélögin sameinuðust þá gegn kanadíska félaginu og komst Samkeppnisráð síðar þeirri niðurstöðu síðar að með með því hefðu olíufélögin brotið gegn samkeppnislögum.
Kanadíska félagið hefur síðan öðru hvoru kannað aðstæður hér og hefur undanfarin ár flutt hingað inn smurolíur.