Skuldir sliga Bandaríkin

Timothy Geithner, fjármálaráðherra.
Timothy Geithner, fjármálaráðherra. ISSEI KATO

Fjár­málaráðuneyti Banda­ríkj­anna hef­ur varað við því að skuld­astaða rík­is­ins gæti farið að valda mikl­um efna­hags­leg­um vand­ræðum. Rík­is­sjóður Banda­ríkj­anna hef­ur náð lög­bundnu skulda­há­marki sínu – tæp­lega 14.300 millj­örðum doll­ara.

Tim Geit­hner, fjár­málaráðherra Banda­ríkj­anna, skrifaði Harry Reid, leiðtoga demó­krata í öld­unga­deild banda­ríska þings­ins, bréf þar sem fram kem­ur að áður­nefndu skuldaþaki hafi verið náð. Útgáfa banda­ríska rík­is­ins á skuldaviður­kenn­ing­um hef­ur verið stöðvuð fyr­ir vikið, svo ekki verði farið yfir há­markið. Geit­hner hef­ur biðlað til banda­rísku öld­unga­deild­ar­inn­ar að hækka skuldaþakið, svo að „hægt sé að halda fullri til­trú og láns­trausti á Banda­rík­in og kom­ast hjá efna­hags­leg­um ham­förum allra borg­ara lands­ins,” eins og það er orðað í bréf­inu til Reid.

Gripið hef­ur verið til þess ráðs að breyta fyr­ir­komu­lagi inn­greiðslna í líf­eyr­is­sjóði op­inerra starfs­manna og bók­færa skuld­irn­ar vegna sjóðanna með öðrum hætti. Þetta mun losa um 224 millj­arða doll­ara í banda­ríska rík­is­rekstr­in­um, sem fær um 120 millj­arða doll­ara lánaða á markaði í hverj­um mánuði til að viðhalda halla­rekstri rík­is­ins. Sam­kvæmt áætl­un­um fjár­málaráðuneyt­is­ins munu þess­ar tíma­bundnu aðgerðir hætta að virka 2.ág­úst næst­kom­andi. Þá mun annað hvort þurfa að skera harka­lega niður í rík­is­rekstr­in­um, ell­egar lenda í greiðslu­falli. „Greiðslu­fall myndi ekki aðeins hækka fjár­mögn­un­ar­kostnað banda­ríska rík­is­ins, held­ur líka hjá fjöl­skyld­um, fyr­ir­tækj­um og ríkj­um – sem dreg­ur úr fjár­fest­ingu og at­vinnu­sköp­un í öllu hag­kerf­inu,” sagði Geit­hner í öðru sendi­bréfi, sem hann sendi öld­unga­deild­arþing­mann­in­um Michael Benn­et fyr­ir helgi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK