Fluttum út fisk fyrir 220 milljarða

mbl.is/Helgi

Verðmæti útflutningsframleiðslu sjávarafurða á síðasta ári nam rúmum 220 milljörðum króna og jókst um 10% frá fyrra ári, að því er kemur fram í nýju riti Hagstofunnar.

Segir Hagstofan að þar sé um að ræða samtölu útflutnings og birgðabreytinga sjávarafurða.

Framleiðslan mæld á föstu verði jókst um 6%. Fluttar voru út sjávarafurðir að verðmæti 220,5 milljarðar króna og jókst verðmæti þeirra milli ára um 5,7% en dróst saman í magni um 5,5%.

Árið 2010 voru flutt út 632 þúsund tonn samanborið við 669 þúsund tonn árið áður. Frystar afurðir skiluðu 55% af heildarútflutningsverðmæti. Af einstökum afurðum vó verðmæti blautverkaðs saltfisks úr þorski mest, 13,5 milljarðar króna. Tæp 54 þúsund tonn voru flutt út af makrílafurðum, sem er
um 307% aukning frá 2009.

Útflutningur og útflutningsverðmæti sjávarafurða

Af heildarútflutningi sjávarafurða fór 73% til Evrópska efnahagssvæðisins, 9,1 % til Asíu og 5,3% til Norður-Ameríku.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK