Verða að flýta umbótum

George Papaconstantinou, fjármálaráðherra Grikklands, hefur ekki átt sjö dagana sæla …
George Papaconstantinou, fjármálaráðherra Grikklands, hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu. Reuters

Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn legg­ur á það áherslu að gríska rík­is­stjórn­in verði að flýta þeim um­bót­um sem sett­ar voru sem skil­yrði gegn veit­ingu 110 millj­arða evra neyðarláns í maí 2010.

Að öðrum kosti mun efna­hags­legri end­ur­reisn lands­ins verða stefnt í hætti. „Nauðsyn­legt er að hagræðingu í op­in­bera kerf­inu verði flýtt veru­lega,” sagði Poul Thomsen, full­trúi Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins í Evr­ópu. Kom þetta fram á málþingi viðskipta­tíma­rits­ins Econom­ist, sem haldið er nærri Aþenu, höfuðborg Grikk­lands. Thomsen, ásamt hátt sett­um emb­ætt­is­mönn­um hjá fram­kvæmda­stjórn ESB, ræða nú um hvort Grikk­land verði veitt ein­hvers kon­ar fyr­ir­greiðsla á 12 millj­arða evra gjald­daga sem nálg­ast nú óðum. Grikk­land fékk 110 millj­arða evra að láni til þriggja ára, fyr­ir ári síðan. Pen­ing­arn­ir voru nýtt­ir til að greiða upp skulda­bréfa­flokka sem gríska ríkið hafi gefið út á árum lágs vaxta­stigs um all­an heim. Láns­féð nýttu Grikk­ir til að viðhalda halla­rekstri rík­is­ins þar í landi.

Grikk­ir skáru rík­is­út­gjöld niður um fimm pró­sent á síðasta ári. Hins veg­ar náðu yf­ir­völd þar í landi ekki mark­miðum sín­um, sök­um hæg­ari efna­hags­bata en von­ast hafði verið eft­ir. Merki eru um ör­lít­inn hag­vöxt­um í Grikklandi á fyrsta fjórðungi. Tekju­áætlun gríska rík­is­ins hef­ur hins veg­ar ekki hald­ist í horf­inu, meðal ann­ars vegna þess að ekki hef­ur gengið nægi­lega vel að skera niður tröllauk­inn rík­is­rekst­ur. Grikk­ir ætli sér að selja rík­is­eign­ir og einka­væða fyr­ir­tæki. Þau áform hafa hins veg­ar gengið of hægt, en önn­ur lönd á evru­svæðinu vilja sjá meiri ár­ang­ur í þeim efn­um áður en Grikkj­um verður bjargað, aft­ur.

Heild­ar­skuld­ir gríska rík­is­ins nema um 340 millj­örðum evra. Afar ólík­legt er talið að Grikk­land geti sótt sér fé á fjár­magns­markaði til að mæta þeim gjald­dög­um þeirra skulda. Mik­il andstaða er hins veg­ar við af­skrift­ir eða end­ur­skipu­lagn­ingu skulda Grikk­lands. Jur­gen Stark, sem sit­ur í bankaráði Evr­ópska seðlabank­ans, hef­ur til dæm­is sagt að slík­ar aðgerðir myndu jafn­ast á við stór­slys. En marg­ir stærstu bank­ar Evr­ópu eru eig­end­ur skulda­bréfa gríska rík­is­ins.



mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK