Hækkuðu um 90% á fyrsta degi

Hlutabréf í fyrirtækinu sem rekur samskiptavefinn LinkedIn hækkuðu um 90% eftir að viðskipti hófust með bréf félagsins í kauphöllinni á Wall Street  í fyrsta sinn í dag.

LinkedIn var skráð á markað í dag, en skráningargengi félagsins var 45 dollarar á hlut. Fjárfestar hafa lagt um 100 milljónir dollara í félagið á síðustu 10 árum og hafa þurft að bíða ansi lengi eftir ávöxtun á sína fjárfestingu. Hún hefur hins vegar komið afar fljótt í dag, ef marka má þróun á gengi bréfa LinkedIn.

LinkedIn safnaði 353 milljónum dollara í hlutafjárútboði fyrir skömmu, en virði þess hlutafjár var metið 4,3 milljarðar dollara. Um er að ræða verðmætasta hlutafjárútboð netfyrirtækis frá því að Google var skráð á markað 2004.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK