Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir við Bloomberg fréttastofuna, að íslensk stjórnvöld hafi unnið varnarsigur eftir að alþjóðlegu matsfyrirtækin þrjú ákváðu að lækka ekki lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins. Verið sé að undirbúa ríkisskuldabréfasölu á alþjóðlegum markaði.
„Þetta er varnarsigur og hækkunni á lækkun lánshæfismats hefur verið afstýrt," hefur Bloomberg eftir Steingrími.
Hann segir, að áform um að selja svonefnd evruskuldabréf hafi verið sett til hliðar þar til ljóst yrði hvaða áhrif niðurstaða Icesave-kosninganna yrðu. Nú sé myndin orðið nokkuð skýr og hægt sé að fara á ný yfir stöðuna.
Skuldatryggingaálag á Ísland hefur lækkað um nærri 20% frá því í lok apríl þar sem fjárfestar telja líkur á að Ísland lendi í greiðsluþroti hafi minnkað. Í gær var álagið 212 punktar og hefur ekki verið lægra frá því í júní 2008, að sögn Bloomberg.