Krónan ekki veikari í eitt ár

Gengi krónunnar hefur lækkað nokkuð á síðustu dögum og hefur ekki verið jafn veik gagnvart helstu viðskiptamyntum í eitt ár, að sögn Greiningar Íslandsbanka.

Gengisvísitala krónunnar rúm  217 stig og  er tæplega 5% hærri  en hún var um síðustu áramót.

Greining Íslandsbanka segir, að reiknað hafi verið með að með hækkandi sól og auknum straumi ferðamanna myndi gjaldeyrisinnflæði aukast og krónan jafnvel heldur sækja í sig veðrið líkt og gerðist í fyrra. Slík styrking láti hins vegar ekki á sér kræla enn sem komið er og verði fróðlegt að sjá hvort þessi áhrif komi fram í meiri mæli á næstu vikum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK