Nova sækir um 4G

Ekki er langt síðan 3G tæknin ruddi sér til rúms …
Ekki er langt síðan 3G tæknin ruddi sér til rúms á Íslandi, en nú er komið að 4G. Brynjar Gauti

Farsímafyrirtækið Nova hefur sótt um tilraunaleyfi til Póst- og fjarskiptastofnunar til að prófa 4G farsímatæknina á 1800 megahertsa-tíðnisviðinu.

Með 4G-tækninni eykst flutningshraði gagna verulega. Hraðinn getur náð allt að 100 megabætum á sekúndu. Slíkt eykur til muna þjónustumöguleika fyrir notendur farsíma og skyldra tækja.

Nova hefur þegar samið við Huawei-farsímafyrirtækið um uppbyggingu 4G-tækninnar hér á landi.  „ Mao Hauhui, yfirmaður Huawei á Norðurlöndunum, segir það ánægjulegt að Nova skuli taka stefnuna á 4G og Ísland bætast þar með í hóp þeirra landa sem hvað fyrst hefja innleiðingu 4G. Noregur og Svíþjóð voru fyrstu löndin í heiminum til að bjóða 4G þjónustu, í lok árs 2009, og stöðugt fjölgar þeim fjarskiptafyrirtækjum sem eru að hefja 4G uppbyggingu,“ segir í tilkynningu frá Nova.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK