Engar breytingar fyrirhugaðar á rekstri Haga

Hagar eiga meðal annars Bónus-verslanirnar.
Hagar eiga meðal annars Bónus-verslanirnar. Kristinn Ingvarsson

Hallbjörn Karlsson sem leiddi Búvallahópinn ásamt Árna Haukssyni í kaupunum á Högum á dögunum segir að nýir eigendur hyggist ekki gera neinar veigamiklar breytingar á rekstri verslunarkeðjunnar. 

Þeir hafi verið að kaupa góðan rekstur með hæfu starfsfólki og þar að leiðandi þarf ekki að ráðast í neinar grundvallar breytingar.

Eins og fram kom í Viðskiptablaðinu í dag hafa Búvellir greitt fyrir 35,3% hlut sinn í Högum og hefur Samkeppniseftirlitið gefið grænt ljós á kaupin. Ný stjórn var skipuð á aðalfundi Haga fyrr í þessum mánuði. Árni var kosinn stjórnarformaður en Hallbjörn tók einnig sæti í stjórn.

Stærsti einstaki eigandi Búvalla er Hagamelur ehf., félag í eigu Árna, Hallbjörns, Sigurbjörns Þorkelssonar og Tryggingafélagsins TM. Hlutur Árna og Hallbjörns er í gegnum fjárfestingarfélag þeirra, Vogabakka ehf. Á meðal annarra fjárfesta sem tóku þátt í kaupunum eru margir af stærstu lífeyrissjóðum landsins, sjóðir í rekstri hjá Stefni og fagfjárfestar.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK