Gaddafi tapar á gjaldeyrisafleiðum

Múammar Gaddafi.
Múammar Gaddafi. Reuters

Líbísk stjórnvöld töpuðu milljörðum Bandaríkjadala á flóknum fjármálagerningum sem þau keyptu af helstu fjárfestingabönkum Vesturlanda. Þetta kemur fram í skjölum um afkomu líbíska ríkisfjárfestingasjóðsins sem samtökin Global Witness hefur undir höndum.

Greint er frá málinu á vefsvæði breska blaðsins Financial Times. Þar kemur fram að líbíski ríkisfjárfestingasjóðurinn hafi tapað mörgum milljörðum á fjármálagerningum í fyrra. Sjóðurinn fjárfestir meðal annars fyrir olíuarð stjórnvalda. Í þeim kemur meðal annars fram að sjóðurinn hafi tapað um 98.5% af eign sinni í fjárfestingasafni sem innihélt gjaldeyrisafleiðusamninga. Jafnframt hafði sjóðurinn tapað um 1,5 milljarð dala á stöðum í ýmsum vogunarsjóðum.

Samkvæmt Financial Times þá sýna skjölin að nafntogaðir bankar á borð við SocGen, JPMorgan, Credit Suisse og BNP Paribas hafi átt viðskipti við líbíska ríkisfjárfestingasjóðinn. Blaðið hefur eftir Robert Palmer, talsmanni Global Witness - sem meðal annars berjast gegn spillingu og fátækt um heim allan - að það sé sláandi að helstu fjármálastofnanir heims hafi verið reiðubúnar að eiga í viðskiptum við stjórn Muammars Gaddafis í ljósi ásakana um að einræðisherrann noti auðlindir landsins til þess að skara eld að eigin köku.

Ljóst er að afkoma líbíska ríkisfjárfestingasjóðsins hefur ekki batnað í ár en ríki á borð við Bandaríkin  og Bretland hafa fryst eignir sjóðsins í kjölfar þess að borgarastríð gegn einræðisstjórn Gaddafi braust út í landinu í vetur.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK