Greiðslubyrði hárskera þyngist

Nonni Quest telur nýja kjarasamninga fela í sér of miklar …
Nonni Quest telur nýja kjarasamninga fela í sér of miklar launahækkanir. Eggert Jóhannesson

Nýsamþykktir kjarasamningar koma mjög illa við lítil fyrirtæki í þjónustuiðnaði, að sögn Jóns Aðalsteins Sveinssonar, hárgreiðslumeistara.

„Eina leiðin til að borga laun starfsmanna er að rukka viðskiptavinina. Ef að launin hækka svona mikið verður ekki hjá því komist að hækka verð til neytenda. Mér tókst að halda verðunum hjá mér óbreyttum í tvö ár þangað til í febrúar síðastliðnum, þá neyddist ég til að hækka. Ég sé ekki annað í spilunum en ég þurfi að hækka aftur í sumar, þegar laun eiga að  hækka um 4,25%,“ segir Jón, sem jafnan er þekktur undir nafninu Nonni Quest.

Sem kunnugt er munu laun hækka þrisvar á næstu þremur árum. Að auki var samið um 50.000 eingreiðslu í sumar, auk álags á orlofsuppbót og desemberuppbót. „Fyrir mig, þar sem fastur kostnaður er nánast allur kostnaður, er þetta þungt. Eftir að hafa hagrætt mjög mikið síðustu tvö ár kemur þessi skellur núna,“ segir hann.

Erfitt að fá fólk í vinnu

Nonni nefnir að þrátt fyrir allt sé erfitt að fá iðnmenntað fólk til vinnu um þessar mundir. Afar dýrt sé að ráða nema, ekki síst nú vegna nýsamþykktra launahækkana. Þetta gildi um fleiri en stétt hárgreiðslumanna - til að mynda bifvélavirkja. „Það hefur enginn efni á að taka inn nema, þannig að sífellt fleiri eru farnir að vinna á svörtu. Þetta er virkilegt áhyggjuefni fyrir mína stétt og í raun flestar iðngreinar.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK