3,6 milljarða hagnaður

Hagnaður Íslandsbanka á fyrsta fjórðungi ársins nam 3586 milljónum króna eftir skatta. Er það álíka mikill hagnaður og var af rekstri bankans á sama tímabili í fyrra.

Áætluð opinber gjöld tímabilsins námu 1098 milljónum króna. Þar af nam  áætlaður tekjuskattur 865 milljónum, nýr bankaskattur 55 milljónum og atvinnutryggingagjald 178 milljónum.

Hreinar vaxtatekjur námu 8061 milljón samanborið við 9149 milljónum fyrir sama tímabil árið áður. Lækkun vaxta kemur m.a. til vegna lækkunar vaxtatekna af eigin fé og lækkunar vaxtamargínu af innlánum.

Eiginfjárhlutfall í lok mars nam 27,4% en það lágmark sem FME hefur sett bankanum er 16%. Eiginfjárhlutfall í árslok 2010 var 26,6%.

Heildarútlán til viðskiptavina og fjármálafyrirtækja námu um 529 milljörðum króna en innlán námu um 410 milljörðum. Heildarútlán í lok árs 2010 námu 546 milljörðum og innlán 423 milljörðum. Hlutfall innlána af útlánum var 77,4% í lok tímabils samanborið við 77,5% í árslok 2010.

Eigið fé í lok mars var 124 milljarðar samanborið við 121 milljarð í árslok 2010.

Meðal stöðugildi samstæðunnar á tímabilinu voru 1139 samanborið við  1018 meðalstöðugildi á sama tímabili árið áður.  Aukningin er m.a. tilkomin vegna nýrra dótturfélaga í samstæðunni á fyrsta ársfjórðungi ársins.
 
 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK