Horn styður við Landsbankann

Aðalstöðvar Landsbankans
Aðalstöðvar Landsbankans Árni Sæberg

IFS-greining segir að afkoma fjárfestingafélagsins Horns hafi haft töluverð áhrif á afkomu Landsbankans sem hagnaðist um 12,7 ma. á 1F. Gangvirðisbreytingar hlutabréfa skilaði bankanum 9,1 milljarði í tekjur en auk þess hafði sala á eignum (Vestia og Icelandic Group) jákvæð áhrif um 4,1 milljarð kr. Hreinar rekstrartekjur námu 13,3 ma. og drógust saman um 9%. Hreinar vaxtatekjur að teknu tilliti til endurmats útlána námu 5,4 mö. sem var fimmtungssamdráttur á milli ára. Gjaldeyrisstaða skilaði 2,6 ma. tapi sem var 8,6 ma. viðsnúningur til hins verra frá 1F2010. Arðsemi eiginfjár nam 26,7% samanborið við 21,2% árið áður. Vaxtamunur sem hlutfall af meðalstöðu heildareigna var 2,6% miðað við 2,3% árið áður.

Fram kemur í Morgunpósti IFS að Landsbankinn hafi greint frá skráningu tveggja dótturfélaga á hlutabréfamarkað, Horns fjárfestingarfélags og fasteignafélagsins Regins. Horn verður skráð í Kauphöll Ísland í árslok 2011 en eitt afmarkmiðum félagsins er að styðja við uppbyggingu á íslenskumhlutabréfamarkaði. Undirbúningur að skráningunni hófst í mars og er reiknað með að sú vinna taki 4-6 mánuði. Fasteignafélagið Reginn
verður einnig skráð á markað um svipað leyti eða snemma árs 2012.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK