Kostnaðurinn 406 milljarðar

Heild­ar­kostnaður rík­is­ins vegna fjár­mögn­un­ar bank­anna nem­ur 406 millj­örðum. Þegar til stóð að ríkið myndi fjár­magna og eign­ast stóru viðskipta­bank­ana þrjá var ráðgert að það myndi kosta rík­is­sjóð 385 millj­arða.

Þetta þýðir að sú stefnu­breyt­ing sem rík­is­stjórn Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur for­sæt­is­ráðherra markaði í fe­brú­ar árið 2009 og fól í sér að þrota­bú gömlu bank­anna myndu eign­ast Íslands­banka og Ari­on að stærst­um hluta hef­ur haft í för með sér meiri út­gjöld fyr­ir rík­is­sjóð en upp­haf­lega áætl­un­in um að ríkið eignaðist bank­ana. Þetta kem­ur fram í skýrslu fjár­málaráðherra um end­ur­reisn viðskipta­bank­anna.

Rík­is­stjórn­in hef­ur haldið því fram að sú leið að selja þrota­bú­un­um Íslands­banka og Ari­on hafi sparað rík­is­sjóði um 200 millj­arða. Fjár­fest­ing rík­is­sjóðs vegna end­ur­reisn­ar bank­anna hafi numið 190 millj­örðum í stað 385 millj­arða. Hins veg­ar hef­ur ríkið veitt Íslands­banka og Ari­on lausa­fjár­fyr­ir­greiðslu fyr­ir um 217 millj­arða. Veðin að baki þess­ari fyr­ir­greiðslu eru m.a. eigna­safn þrota­bús SPRON, svo dæmi sé tekið. Sam­tals nem­ur þetta um 406 millj­örðum.

At­hygli vek­ur að um er að ræða lausa­fjár­fyr­ir­greiðslu fyr­ir 116 millj­arða króna í er­lendri mynt eða sem svar­ar ein­um millj­arði Banda­ríkja­dala, eða ein­um sjötta af nú­ver­andi gjald­eyr­is­forða sem er eins og kunn­ugt er að lang­stærst­um hluta tek­inn að láni.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK