Segir fjármálaráðuneytið ekki skilja lausafjárfyrirgreiðslu

Tryggvi Þór Herbertsson.
Tryggvi Þór Herbertsson. mbl.is/Ómar

Tryggvi Þór Her­berts­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, seg­ir að fjár­málaráðuneytið af­hjúpi grund­vall­armis­skiln­ing á eðli og inn­taki lausa­fjár­fyr­ir­greiðslu Seðlabanka við fjár­mála­kerfið í at­huga­semd sinni við forsíðufrétt Morg­un­blaðsins í dag.

Að sögn Tryggva þá felst lausa­fjár­fyr­ir­greiðsla Seðlabank­ans í 7 daga skamm­tíma­lán­um til banka­kerf­is­ins gegn mjög vel skil­greind­um veðum. Seðlabank­inn stund­ar ein­göngu lausa­fjár­fyr­ir­greiðslu til skamms tíma. Hins­veg­ar sé sú lausa­fjár­fyr­ir­greiðsla sem rík­is­valdið hef­ur veitt Íslands­banka og Ari­on í tengsl­um við sölu þeirra til þrota­búa gömlu bank­anna fjár­mögn­un til lengri tíma. Slíkt eigi ekk­ert skylt við hefðbund­in veðlánaviðskipti. 

Auk þess bend­ir Tryggvi á að Seðlabank­inn hafi veitt Ari­on gjald­eyr­is­lán fyr­ir ríf­lega 61 millj­arð króna og ekki sé hægt að líta á þá fyr­ir­greiðslu sem hefðbundna lausa­fjár­fyr­ir­greiðslu. Lausa­fjár­fyr­ir­greiðsla hans sé ávallt í ís­lensk­um krón­um enda stundi seðlabank­ar heims­ins ein­göngu lausa­fjár­fyr­ir­greiðslu í heima­mynt.

Þess má geta að á vef Seðlabank­ans kem­ur fram að bank­inn láni „ein­ung­is til skamms tíma. Vext­ir Seðlabank­ans á þess­um lán­um hafa því greiðust áhrif á aðra skamm­tíma­vexti á pen­inga­markaði.“ Enn­frem­ur kem­ur fram á vef bank­ans að lán Seðlabank­ans gegn veði við lána­stofn­an­ir eru nú til 7 daga í senn.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK