Stofnfjárhafar í Sparisjóði Keflavíkur gruna fyrrverandi stjórnendur bankans um að hafa misnotað aðstöðu sína í sparisjóðnum við lánafyrirgreiðslur til tengdra aðila. Greint var frá þessu í sjónvarpsfréttum RÚV.
Fram kemur að stofnfjárhafarnir segi eignatengsl stjórnenda og félaga þeirra óeðlileg og krefjast þeir þess að Alþingi hefji þegar í stað rannsókn á falli sparisjóðanna.