Meint lögbrot VÍS kærð til sérstaks saksóknara

mbl.is/Ómar

Fjármálaeftirlitið hefur kært meint lögbrot í rekstri Vátryggingafélags Íslands til embættis sérstaks saksóknara. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þar segir að rannsókn málsins sé á frumstigi.

Fram kemur á að Guðmundur Örn Gunnarsson hafi látið af störfum sem forstjóri Vátryggingafélags Íslands í vikunni eftir að FME úrskurðaði um að hann væri ekki hæfur til að gegna stöðunni áfram. Bent er á að Guðmundur Örn og viðskiptahættir í VÍS hafi verið gagnrýnd sérstaklega í skýrslu sem endurskoðunarfyrirtækið Grant Thornton hafi unnið fyrir FME fyrir um rekstur VÍS árin 2008 til 2010.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK