Fjármálaeftirlitið hefur kært meint lögbrot í rekstri Vátryggingafélags Íslands til embættis sérstaks saksóknara. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þar segir að rannsókn málsins sé á frumstigi.
Fram kemur á að Guðmundur Örn Gunnarsson hafi látið af störfum sem forstjóri Vátryggingafélags Íslands í vikunni eftir að FME úrskurðaði um að hann væri ekki hæfur til að gegna stöðunni áfram. Bent er á að Guðmundur Örn og viðskiptahættir í VÍS hafi verið gagnrýnd sérstaklega í skýrslu sem endurskoðunarfyrirtækið Grant Thornton hafi unnið fyrir FME fyrir um rekstur VÍS árin 2008 til 2010.