Reynt að bjarga Grikkjum frá greiðsluþroti

Jean-Claude Juncker fer fyrir fjármálaráðherrum evruríkjanna.
Jean-Claude Juncker fer fyrir fjármálaráðherrum evruríkjanna. Reuters

Unnið er nú hröðum höndum að því innan Evrópusambandsins að koma saman nýjum björgunarpakka fyrir Grikkland svo hægt sé að tryggja landinu nauðsynlegar lánafyrirgreiðslur í næsta mánuði og koma þannig í veg fyrir að það lendi í greiðsluþroti. Reuters-fréttastofan greinir frá þessu í dag.

Jean Claude Junckers, sem fer fyrir fjármálaráðherrum evruríkja, sagðist bjartsýnn á að það tækist að koma björgunarpakkanum saman eftir fund með Nicolas Sarkozy, forseta Frakklands. Fram kemur í frétt Reuters að háttsettir embættismenn hjá ESB hafi setið á neyðarfundi um helgina með grískum stjórnvöldum vegna alvarlegrar stöðu Grikklands.

ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hafa sett það sem skilyrði fyrir frekari aðstoð við Grikkland að breið pólitísk samstaða náist um þær aðgerðir sem settar hafa verið sem skilyrði fyrir aðstoðinni. Sú samstaða hefur hins vegar ekki náðst.

Grískir íhaldsmenn, sem eru í stjórnarandstöðu, hafa meðal annars krafist þess að skattar verði lækkaðir gegn því að samþykkja aðgerðirnar sem ESB og AGS hafa farið fram á. Ríkisstjórn sósíalista hefur hins vegar ekki viljað fallast á þær kröfur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK