Reynt að bjarga Grikkjum frá greiðsluþroti

Jean-Claude Juncker fer fyrir fjármálaráðherrum evruríkjanna.
Jean-Claude Juncker fer fyrir fjármálaráðherrum evruríkjanna. Reuters

Unnið er nú hröðum hönd­um að því inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins að koma sam­an nýj­um björg­un­ar­pakka fyr­ir Grikk­land svo hægt sé að tryggja land­inu nauðsyn­leg­ar lána­fyr­ir­greiðslur í næsta mánuði og koma þannig í veg fyr­ir að það lendi í greiðsluþroti. Reu­ters-frétta­stof­an grein­ir frá þessu í dag.

Jean Clau­de Junckers, sem fer fyr­ir fjár­málaráðherr­um evru­ríkja, sagðist bjart­sýnn á að það tæk­ist að koma björg­un­ar­pakk­an­um sam­an eft­ir fund með Nicolas Sar­kozy, for­seta Frakk­lands. Fram kem­ur í frétt Reu­ters að hátt­sett­ir emb­ætt­is­menn hjá ESB hafi setið á neyðar­fundi um helg­ina með grísk­um stjórn­völd­um vegna al­var­legr­ar stöðu Grikk­lands.

ESB og Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn (AGS) hafa sett það sem skil­yrði fyr­ir frek­ari aðstoð við Grikk­land að breið póli­tísk samstaða ná­ist um þær aðgerðir sem sett­ar hafa verið sem skil­yrði fyr­ir aðstoðinni. Sú samstaða hef­ur hins veg­ar ekki náðst.

Grísk­ir íhalds­menn, sem eru í stjórn­ar­and­stöðu, hafa meðal ann­ars kraf­ist þess að skatt­ar verði lækkaðir gegn því að samþykkja aðgerðirn­ar sem ESB og AGS hafa farið fram á. Rík­is­stjórn sósí­al­ista hef­ur hins veg­ar ekki viljað fall­ast á þær kröf­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka