Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir nokkra óvissu gæti um „hvort og þá hve mikil áhrif“ breytingar ríkisstjórnarinnar á stjórn fiskveiðistjórnunarkerfinu muni hafa áhrif á fjármálakerfið.
Þetta kemur fram í formála Más að nýjustu útgáfu Fjármálastöðguleikaskýrslu Seðlabankans. Hinsvegar kemur fram í sjálfri skýrslunni að „talsverð áhætta“ tengist lánum í erlendri mynt í útlánasöfnun bankanna en auk óvissu um lögmæti gengistryggðra lánasamninga er nefnt að hugsanlegar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu gætu veikt sjávarútvegsfyrirtæki og þar með rýrt verðgildi eigna viðskiptabankanna.“
Fram kemur í skýrslunni að við árslok 2010 hafi bókfært virði heildarútlána viðskiptabankanna numið um 1700 milljörðum króna. Lán til fyritækja námu 56% af heildarútlánum og fjórðungur þeirra lána eru til sjávarútvegsfyrirtækja eða þriðja hundrað milljarð króna. Eins og fram kemur í formála seðlabankastjóra þá ríkir enn töluverð óvissa um virði útlána bankakerfisins þó svo að „flest bendi til þess að bankarnir séu yfir kröfum Fjármálaeftirlitsins varðandi eigið fé.“ Þrátt fyrir að óvissa um áhrif breytinga á stjórn fiksveiða sé nefnd í skýrslu Seðlabankans um fjármálastöðugleikann þá mun bankinn fjalla um þau mögulegu áhrif fyrr en í næstu skýrslu, sem stefnt er að komi út í nóvember.