Íslenska ríkið er langt komið í undirbúningi fyrir útgáfu ríkisskuldabréfa í erlendri mynt og hefur fengið erlenda banka til að sjá um hluta af þeim undirbúningi.
Ísland hefur fengið erlendu bankana Barclays Capital, Citigroup og UBS Investment Bank til að sjá um að halda nokkra fundi með erlendum fjárfestum, sem sérhæfa sig í skuldabréfakaupum, að því er segir í tilkynningu frá Barclays. Fundirnir munu verða haldnir á dögunum fyrsta til áttunda júní næstkomandi og segir í tilkynningunni að útgáfa íslenskra ríkisskuldabréfa í evrum geti fylgt í kjölfarið ef aðstæður á markaði leyfa.