Lánshæfi Grikkja í C-flokk

Eldri bygging gríska seðlabankans í Aþenu.
Eldri bygging gríska seðlabankans í Aþenu. Reuters

Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody's lækkaði lánshæfiseinkunn grískra ríkisskuldabréfa enn frekar í dag, eða úr B1 í Caa1. Eru horfur fyrir einkunnina neikvæðar sem þýðir að líkur eru á að hún lækki enn frekar.

Moody's sagði, að þetta endurspeglaði þá auknu áhættu, sem talin sé vera á að Grikkjum takist ekki að leysa skuldavanda sinn „án þess að endurskipuleggja skuldirnar," og það muni bitna á kröfuhöfum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK