Olíufélög greiða fyrirtækjum bætur

Gömlu olíufélögin hafa samið við bæði Stoðir og Alcan á Íslandi um greiðslu skaðabóta vegna olíusamráðsins, að því er kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag. 

Um er að ræða Ker (fyrri eiganda Olíufélagsins), Skeljung og Olís.

Segir blaðið, að Stoðir hafi þannig fengið 110 milljónir króna greiddar í skaðabætur í mars vegna ólögmæts samráðs olíufélaganna frá 1993 og til loka árs 2001 en Stoðir, áður FL Group, héldu eftir bótakröfu Icelandair þegar flugfélagið var selt.

Viðskiptablaðið segir, að samið hafi verið um bótagreiðslurnar í upphafi þessa árs og upphæðin var síðan reidd af hendi í mars. Segist blaðið einnig hafa heimldir fyrir því að olíufélögin hafi samið við AlcanRioTinto um að greiða skaðabætur vegna útboða til þess fyrirtækis á samráðsárunum.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK