Halli á viðskiptum við útlönd

Viðskiptajöfnuður var óhagstæður um 48,3 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi samanborið við 58,4 milljarða óhagstæðan jöfnuð fjórðunginn á undan.

Fram kemur á vef Seðlabankans, að afgangur af vöruskiptum við útlönd var 24,5 milljarðar og 2,2 milljarða halli var á þjónustuviðskiptum. Jöfnuður þáttatekna var hinsvegar neikvæður um 70,5 milljarða króna.

Seðlabankinn segir, að halla á þáttatekjum á fyrsta ársfjórðungi megi eins og áður rekja til innlánsstofnana í slitameðferð. Reiknuð gjöld vegna þeirra námu 44,1 milljarði og tekjur 5,5 milljörðum Jöfnuður þáttatekna án áhrifa innlánsstofnana í slitameðferð var óhagstæður um 31,9 milljarða og viðskiptajöfnuður 9,6 milljarða.

Erlendar eignir þjóðarbúsins námu 4202 milljörðum í lok ársfjórðungsins en skuldir 14.272 milljörðum króna. Hrein staða við útlönd var því neikvæð um 10.070 milljarða og hækka nettóskuldir um 290 milljarða á milli ársfjórðunga. Að frátöldum innlánsstofnunum í slitameðferð námu eignir þjóðarbúsins 2515 milljörðum og skuldir 3.327 milljörðum og var hrein staða þá neikvæð um 812 milljarða. 

Vefur Seðlabankans

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK