Öll fyrirtæki hafa fengið úrlausn

Íslandsbanki segir, að öll fyrirtæki, sem sóttu um Beinu brautina og hafa skilað inn nauðsynlegum gögnum til bankans, hafi fengið úrlausn sinna mála eða séu í úrlausnarferli.

Alls falla 233 lítil og meðalstór fyrirtæki undir Beinu brautina hjá Íslandsbanka. Bankinn segir, að alls hafi um 1000 fyrirtæki fengið úrlausn sinna mála hjá Íslandsbanka, þ.e. annað hvort í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu, höfuðstólslækkun lána og/eða eignaleigusamninga.

Beina brautin byggir á samkomulagi um úrvinnslu á skuldamála lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem undirritað var í desember síðastliðnum af Samtökum Fjármálafyrirtækja, Samtökum atvinnulífsins, Fjármálaráðuneytinu, Viðskiptaráði og Félagi atvinnurekenda.  Markmiðið með Beinu brautinni er að fyrirtæki verði sjálfbær og geti staðið við sitt gagnvart eigendum, starfsfólki, lánveitendum og samfélaginu. Beina brautin er ætluð þeim sem fyrirtækjum sem eru með heildarskuldir undir einum milljarði króna. Frestur til að sækja um Beinu brautina rann út 1. júní.


mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK