Fyrirtæki eiginmanns formanns slitastjórnar sér um sölu

Ráðgjafa­fyr­ir­tækið Arctica Fin­ance hef­ur verið fengið til að sjá um sölu á 94% hlut slita­stjórn­ar Byrs spari­sjóðs í nýja Byr. Fram kom í frétt­um Rík­is­út­varps­ins að eig­inmaður for­manns slita­stjórn­ar­inn­ar er fram­kvæmda­stjóri Arctica Fin­ance.

Til­kynnt var í vik­unni, að sala slita­stjórn­ar Byrs á um 94% hlut sín­um í spari­sjóðnum að hluta eða að öllu leyti muni hefjast með form­leg­um hætti í næstu viku. Fram kom í frétt­um Stöðvar 2, að MP banki hef­ur m.a. sýnt áhuga á að kaupa þenn­an hlut.

Formaður slita­stjórn­ar Byrs er Eva Bryn­dís Helga­dótt­ir, lög­fræðing­ur hjá Mandat. Fram kom í frétt­um Útvarps­ins, að Arctica Fin­ance hafi verið stofnað af hópi fyrr­ver­andi starfs­manna Lands­bank­ans. Einn þeirra sé Stefán Þór Bjarna­son, eig­inmaður Evu Bryn­dís­ar, en hann er jafn­framt fram­kvæmda­stjóri Arctica.

Í stjórn Arctica Fin­ance eru  Ástráður Har­alds­son, sem starfar á lög­manns­stof­unni Mandat. Formaður stjórn­ar­inn­ar er Bjarni Þórður Bjarna­son, sem var for­stöðumaður fyr­ir­tækjaráðgjaf­ar Lands­bank­ans fyr­ir hrun og er móður­bróðir Evu Bryn­dís­ar. Þriðji stjórn­ar­maður­inn er María Rún­ars­dótt­ir.

Haft var eft­ir Jóni Finn­boga­syni, for­stjóra Byrs,  að fáir hafi komið til greina í þetta verk. Menn hafi verið að sækj­ast eft­ir starfs­kröft­um sér­fræðinga og Arctica Fin­ance búi yfir þeirri þekk­ingu sem til þarf.

Tekið var fram í frétt­um RÚV að það var stjórn Byrs, en ekki slita­stjórn­in eða Eva Bryn­dís, sem tóku hina form­legu ákvörðun um að fá Arctica Fin­ance til verks­ins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka