Endurskoðaðar tölur Seðlabankans um erlenda skuldastöðu þjóðarbúsins eru mun hærri en þær sem áður hafa verið birtar og voru grundvöllur umræðunnar um Icesave-samkomulagið.
Í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að hreinar erlendar skuldir þjóðarbúsins, að gömlu bönkunum undanskildum, voru til að mynda um 827 milljarðar á fjórða ársfjórðungi 2010 í stað þeirra 434 milljarða sem áður hafði verið gert ráð fyrir.