Rússnesk múslimabréf

Kóraninn bannar mönnum að taka vexti af lánum.
Kóraninn bannar mönnum að taka vexti af lánum. Reuters

Síðar í mánuðnum verða sukuk-skuldabréf sett á markað í Rússlandi en það eru verðbréf sem uppfylla kröfur Íslam um viðskipti. Með því ætla Rússar að laða til sín múslimska fjárfesta.

Skuldabréfin verða gefin út í rúsneska sjálfstjórnarhéraðinu Tatarstan. Meirihluti íbúa þar eru múslimar en vonast er til að skuldabréfaútgáfan laði til sín erlenda fjárfesta. Þótt Tatarstan tilheyri Rússlandi er það sérstakt lýðveldi.

Strangtrúaðir múslimar geta ekki fjárfest í rússneskum verðbréfum eins og staðan er nú vegna þess að regluverkið samræmist ekki ströngum reglum kóransins. Þannig bannar kóraninn til dæmis að vextir séu teknir af lánum. 

Fyrstu sukuk bréfin verða sett á markað 20. júní. Markmiðið er að nýta skuldabréfaútboðið  til að byggja upp viðskiptamiðstöð í Tatarstan. Áætlaður kostnaður þeirra framkvæmda er um 200 milljónir bandaríkjadala.

Þegar hafa íslömsk fjármálafyrirtæki lýst yfir áhuga á skuldabréfaútboðinu meðal annars Íslamski þróunarbankinn í Jeddah auk annarra banka í Mið-Austurlöndum, Malasíu og í Rússlandi sjálfu.

Rússneska fjármálaráðuneytið stendur við bakið á Tatarstan í útgáfu sukuk bréfanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK