Keypti evrur á genginu 218,89

Seðlabanki Íslands bauðst til þess í maí  að kaupa krón­ur gegn greiðslu í reiðufé í er­lend­um gjald­eyri. Útboðið fór fram í dag  og var meðal­verð samþykktra til­boða 218,89 krón­ur fyr­ir evru, sem er lægra en svo­nefnt af­l­ands­gengi.

Að sögn Más Guðmunds­son­ar, seðlabanka­stjóra, eru menn ánægðir með niður­stöðuna í útboðinu. Seg­ist hann telja útboðið góð fyr­ir­heit um  áfram­haldið. 

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um á fjár­mála­vefn­um Keld­unni er miðgengi kaup- og sölu­til­boða á af­l­andskrónu­markaðnum 230 krón­ur fyr­ir evru. Skráð Seðlabanka­gengi evru á milli­banka­markaði er 165,72 krón­ur.

Í til­kynn­ingu frá Seðlabank­an­um seg­ir, að  útboðinu var þannig háttað að öll samþykkt til­boð miðuðust við þau gengi sem lögð voru inn. Alls bár­ust til­boð að fjár­hæð 61.134.000.000 krónn­ur. Til­boðum var tekið fyr­ir 13.367.000.000 krón­ur og var lág­marks­verð samþykktra til­boða 215,00 kr. fyr­ir evru og var meðal­verð samþykktra til­boða 218,89 kr. fyr­ir evru.

Útboðið er sagt liður í los­un hafta á fjár­magnsviðskipt­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK