Keypti evrur á genginu 218,89

Seðlabanki Íslands bauðst til þess í maí  að kaupa krónur gegn greiðslu í reiðufé í erlendum gjaldeyri. Útboðið fór fram í dag  og var meðalverð samþykktra tilboða 218,89 krónur fyrir evru, sem er lægra en svonefnt aflandsgengi.

Að sögn Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, eru menn ánægðir með niðurstöðuna í útboðinu. Segist hann telja útboðið góð fyrirheit um  áframhaldið. 

Samkvæmt upplýsingum á fjármálavefnum Keldunni er miðgengi kaup- og sölutilboða á aflandskrónumarkaðnum 230 krónur fyrir evru. Skráð Seðlabankagengi evru á millibankamarkaði er 165,72 krónur.

Í tilkynningu frá Seðlabankanum segir, að  útboðinu var þannig háttað að öll samþykkt tilboð miðuðust við þau gengi sem lögð voru inn. Alls bárust tilboð að fjárhæð 61.134.000.000 krónnur. Tilboðum var tekið fyrir 13.367.000.000 krónur og var lágmarksverð samþykktra tilboða 215,00 kr. fyrir evru og var meðalverð samþykktra tilboða 218,89 kr. fyrir evru.

Útboðið er sagt liður í losun hafta á fjármagnsviðskiptum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK